Skólinn

Teikning af Fjólu og samnemendum hennar ásamt tveimur kennurum.

Borgaskóli í Grafarvogi hóf starfsemi sína 1. ágúst 2020. Skólinn er við Vættaborgir og við hlið hans stendur leikskólinn Hulduheimar. Borgaskóli byggir á góðum grunni Kelduskóla og Vættaskóla sem luku starfsemi árið 2020. Skólinn er fyrir nemendur í 1.-7. bekk og tekur Víkurskóli við nemendum í 8.-10. bekk. Áætlaður nemendafjöldi er um 250 nemendur. Við skólann starfa rúmlega 40 starfsmenn.

Í Borgaskóla er unnið eftir aðferðum leiðsagnarnáms þar sem nemendur eru virkir þátttakendur í náminu og er Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna samofinn skólastarfinu. Lögð er áhersla á umhverfismennt og er Borgaskóli Grænfánaskóli. Í skólanum er einnig öflugt tækniver þar sem upplýsingatækni og nýsköpun er gert hátt undir höfði. Borgaskóli er regnbogavottaður vinnustaður.

Frístundaheimilið Hvergiland fyrir nemendur 1.-4. bekkjar hefur aðstöðu í hluta skólahúsnæðisins ásamt félagsmiðstöðinni Vígyn sem er fyrir nemendur 5.-7. bekkjar.

Skólastarfið

Starfsáætlun og aðrar hagnýtar upplýsingar

Hvað er framundan í Borgaskóla? Í starfsáætlun finnur þú meðal annars stefnu skólans fyrir síðasta ár, skipulag kennslu og ótalmargt fleira. Einnig má finna hér aðrar skýrslur sem varða skipulag og áætlanir innan skólans.

Skólanámskrá

Viltu vita meira um hugmyndafræði og daglegt starf Borgaskóla? Í skólanámskrá finnur þú ítarlegar upplýsingar um hugmyndafræðilegar áherslur og stefnu skólans í námi og starfi. 

Skólareglur

Skólareglur Borgaskóla 

Skólareglur Borgaskóla eru fyrst og fremst jákvæðar leiðbeiningar fyrir nemendur um hvernig á að haga sér í skólasamfélagi. Markmiðið er að skapa jákvætt og hvetjandi námsumhverfi. 

Almenn umgengni, samskipti og háttsemi: 

Við í Borgaskóla: 

● Komum fram af kurteisi og sýnum tillitssemi í samskiptum við alla í skólanum. 

● Göngum vel um bæði úti og inni og förum vel með eigur skólans, eigin eigur og annarra. 

● Förum úr skóm í anddyri og setjum í skóhillur. Hengjum yfirhafnir á snaga fyrir utan kennslustofur, það er góð regla að setja húfur og vettlinga inn í ermar. 

● Erum á skólalóðinni á skólatíma. 

● Geymum hjól og hlaupahjól við hjólagrindur á skólatíma. Við notum ekki hjól, hjólabretti, hlaupahjól, línuskauta á skólalóðinni á skólatíma af öryggisástæðum. 

● Við göngum um ganga skólans til þess að forðast slys. 

● Við leikum okkur ekki með bolta innandyra. 

● Við förum eftir umgengnisreglum í matsal 

● Snjókast er aðeins leyfilegt á afmörkuðum svæðum á skólalóð, þ.e. einungis austan við íþróttahús. 

● Berum sjálf ábyrgð á þeim fjármunum eða verðmætum sem við komum með í skólann. Skólinn tekur ekki ábyrgð á persónulegum munum né fjármunum. 

● Höfum slökkt á eigin raftækjum á kennslutíma. Notkun síma, myndavéla eða upptökutækja er óheimil í skólahúsnæðinu, á útisvæði, í skólabíl og í vettvangsferðum. 

● Hvers kyns mynda- og hljóðupptökur eru óheimilar í skólahúsnæði Borgaskóla nema með sérstöku leyfi kennara eða skólastjórnenda. 

● Líðum ekki andlegt né líkamlegt ofbeldi. 

Ferill varðandi umgengni og samskipti: 

● Starfsmaður ræðir við nemanda sem fær tækifæri til að bæta ráð sitt og koma með tillögu að því sem betur hefði mátt fara. 

● Ef nemandi fer ekki eftir fyrirmælum og breytir ekki hegðun sinni við ábendingu starfsmanns er atvikið skráð í Mentor og umsjónarkennari fer yfir málið með nemanda. 

● Ef nemanda er vísað úr aðstæðum skal hann bíða á skrifstofu skólans þar til viðkomandi kennari hefur tækifæri til að leysa málin með honum. Ef viðunandi niðurstaða næst ekki skal kennari vísa málinu til umsjónarkennara/stjórnanda og upplýsa foreldra. 

● Nemandi sem sætir þessum viðurlögum kemst aftur inn í kennslustund þegar hann er tilbúinn að bæta ráð sitt og hefur rætt við kennarann. 

● Nemandi sem verður uppvís að notkun síma eða annarra upptökutækja skal vísað úr tíma til stjórnanda eða afhenda kennara tækið til varðveislu á skrifstofu skólans. Nemandi fær tækið afhent í lok skóladags en ef um annað brot er að ræða þarf foreldri að sækja tækið í skólann. 

● Ef ekki næst viðunandi lausn er kallað eftir því að foreldri sæki viðkomandi nemanda í skólann. Fundað er með forráðamanni áður en nemandi kemur aftur til skóla. Á fundi með skólastjórnanda, umsjónarkennara, viðkomandi kennara og forráðamanni þarf nemandinn sjálfur að lýsa vilja sínum til að koma aftur í skólann og gera bragarbót. Taka þarf tilliti til aldurs og þroska nemandans. 

● Skólastjóri getur vísað nemanda úr skóla í allt að fimm daga vegna alvarlegra brota.

● Ef um ótímabundinn brottrekstur er að ræða taka skólayfirvöld (SFS) við máli nemandans. 

Stundvísi og ástundun náms: 

● Mætum stundvíslega í kennslustundir með nauðsynleg gögn meðferðis. 

● Foreldrar / forráðamenn tilkynna skólanum um forföll hvern dag sem nemandi er frá vegna veikinda eins fljótt og auðið er. Forráðamenn geta einnig skráð veikindi beint inn í mentor.is. 

● Öll forföll, sem ekki eru tilkynnt samdægurs, teljast fjarvistir.

Starfsfólk

Areta Laktutijevska Skólaliði
Aron Valur Þorsteinsson Íþróttakennari
Árný Elsa Lemacks Umsjónarkennari
Áshildur Sveinsdóttir Kennari
Björg Hrund Sigurbjörnsdóttir Umsjónarkennari
Bryndís Rut Óskarsdóttir Skólafélagsráðgjafi
Brynja Sigurðardóttir Umsjónarkennari
Daði Garðarsson Leiðbeinandi
Daníel Smári Sigurðsson Stuðningsfulltrúi
Elfar Eiðsson Umsjónarmaður fasteigna
Ester Helga Líneyjardóttir Skólastjóri
Fanney Björg Rúnarsdóttir Leiðbeinandi
Fanný Friðriksdóttir Stuðningsfulltrúi
Griselia Gíslason Skólaliði
Guðfinna Björk Sigvaldadóttir Sérkennari
Guðmundur Stefánsson Umsjónarkennari
Gyða Gunnarsdóttir Kennari
Haukur Örn Davíðsson Umsjónarkennari
Hrefna Björk Arnardóttir Umsjónarkennari
Hrönn Harðardóttir Umsjónarkennari
Iðunn Harpa Gylfadóttir Stuðningsfulltrúi
Ingunn Huld Sævarsdóttir Umsjónarkennari
Ingunn M. Óskarsdóttir Umsjónarkennari
Kristbjörg Lilja Jóhannesdóttir Ritari
Linda Björk Gunnarsdóttir Umsjónarkennari
Lísa María Friðriksdóttir Hjúkrunarfræðingur
María Haraldsdóttir Sérkennari
Pálína Þorsteinsdóttir Sérkennari
Ragna Sverrisdóttir Kennari
Ragnhildur Tinna Jakobsdóttir Leiðbeinandi
Signý Traustadóttir Kennari í hönnun og smíði
Sigurður Gunnar Sævarsson Íþróttakennari
Solveig Thoroddsen Umsjónarkennari
Sóldís Sara Pétursdóttir Leiðbeinandi
Svanur Bjarki Úlfarsson Tónmenntakennari
Thi Hong Pham Skólaliði
Thu Thi Nguyen Skólaliði
Tich Thi Bui Skólaliði
Tímea Soós Atferlisfræðingur
Unnur Jónsdóttir Upplýsingatæknikennari
Vilhelmína Óskarsdóttir Skólaliði
Vilma B Ágústsdóttir Myndlistarkennari
Þuríður Ágústsdóttir Aðstoðarskólastjóri

Skóladagatal

Matur í grunnskólum

Skólamáltíðir eru gjaldfrjálsar veturinn 2024-2025 en mikilvægt er fyrir skólann að hafa áfram yfirsýn, halda utan um upplýsingar um ofnæmi og óþol og takmarka matarsóun. Því þarf eins og áður að skrá nemendur í mataráskrift.

 

Foreldrar/forsjáraðilar skrá mataráskrift í kerfi Skólamatar og velja þá vikudaga sem börn þeirra vilja borða. Vikudagar sem nemendur velja skulu alltaf vera þeir sömu t.d. allir þriðjudagar og/eða allir fimmtudagar o.s.frv. Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu Skólamatar.

Teikning af Fjólu að borða mat í skólanum

Foreldrasamstarf

Við erum öll í þessu saman, enda er oft sagt að það þurfi heilt þorp til að ala upp barn. Í skólum borgarinnar er markvisst unnið að því að auka samráð við foreldra og styrkja aðkomu þeirra að skólastarfi. Foreldrafélag  er starfrækt í öllum skólum Reykjavíkurborgar.

Teikning af fólki að spjalla saman.

Skólaráð

Við grunnskóla skal starfa skólaráð sem er samráðsvettvangur skólastjóra og skólasamfélags um skólahald. Meginhlutverk skólaráðs að vera vettvangur fyrir alla fulltrúa skólasamfélagsins til að eiga samráð um málefni skólans.

Mat á skólastarfi

Markmið mats og eftirlits með gæðum starfsins er m.a. að veita upplýsingar um skólastarfið, árangur þess og þróun.

Skólahverfi

Í Reykjavík eru mörg skólahverfi og barnið þitt hefur forgang í sinn hverfisskóla. Engu að síður eiga allir foreldrar kost á að sækja um skóla fyrir börn sín hvar sem er í borginni samkvæmt reglum um skólahverfi, umsókn og innritun. Borgaskóli er hverfisskóli fyrir íbúa í eftirtöldum götum: Álfaborgir, Breiðavík, Dísaborgir, Dofraborgir, Dvergaborgir, Gautavík, Goðaborgir, Hamravík, Hulduborgir, Jötnaborgir, Ljósavík, Móavegur, Tröllaborgir, Vættaborgir og Æsuborgir.