Skólinn
Borgaskóli í Grafarvogi hóf starfsemi sína 1. ágúst 2020. Skólinn er við Vættaborgir og við hlið hans stendur leikskólinn Hulduheimar. Borgaskóli byggir á góðum grunni Kelduskóla og Vættaskóla sem luku starfsemi árið 2020. Skólinn er fyrir nemendur í 1.-7. bekk og tekur Víkurskóli við nemendum í 8.-10. bekk. Áætlaður nemendafjöldi er um 220 nemendur. Við skólann starfa rúmlega 40 starfsmenn.
Í Borgaskóla er unnið eftir aðferðum leiðsagnarnáms þar sem nemendur eru virkir þátttakendur í náminu og er Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna samofinn skólastarfinu. Lögð er áhersla á umhverfismennt og er Borgaskóli Grænfánaskóli. Í skólanum er einnig öflugt tækniver þar sem upplýsingatækni og nýsköpun er gert hátt undir höfði. Borgaskóli er regnbogavottaður vinnustaður.
Frístundaheimilið Hvergiland fyrir nemendur 1.-4. bekkjar hefur aðstöðu í hluta skólahúsnæðisins ásamt félagsmiðstöðinni Vígyn sem er fyrir nemendur 5.-7. bekkjar.
- Skólastjóri er Ester Helga Líneyjardóttir
- Aðstoðarskólastjóri er Þuríður J. Ágústsdóttir
- Skólafélagsráðgjafi er Bryndís Rut Óskarsdóttir
Skólastarfið
Starfsáætlun og aðrar hagnýtar upplýsingar
Hvað er framundan í Borgaskóla? Í starfsáætlun finnur þú meðal annars stefnu skólans fyrir síðasta ár, skipulag kennslu og ótalmargt fleira. Einnig má finna hér aðrar skýrslur sem varða skipulag og áætlanir innan skólans.
Skólanámskrá
Skólanámskrá Borgaskóla byggir á aðalnámskrá grunnskóla og í námskránni er að finna þau hæfniviðmið sem metin eru í hverjum árgangi fyrir sig sem og upplýsingar um námsleiðir. Kennsluáætlanir má finna í námslotum í Mentor.
Megintilgangur námsmats er að leiðbeina nemendum um námið og hvernig þeir geti náð markmiðum þess. Með námsmati er fylgst með því hvernig nemendum gengur að ná almennum hæfniviðmiðum aðalnámskrár, stuðlað að námshvatningu, nemendur örvaðir til framfara og metið hverjir þurfa á sérstakri aðstoð að halda.
Námsmat á einnig að veita nemendum og foreldrum þeirra, kennurum, viðtökuskólum og skólayfirvöldum upplýsingar um námsgengi nemenda, hæfni þeirra, vinnubrögð og framfarir, sem m.a. má hafa að leiðarljósi við frekari skipulagningu náms. Gera skal grein fyrir námsmatsviðmiðum og matskvarða í skólanámskrá þannig að nemendum, foreldrum og öllum starfsmönnum skóla sé ljóst hvaða kröfur eru gerðar og hvernig skólinn hyggst meta hvernig þær eru uppfylltar. Þeir sem í hlut eiga; nemendur, foreldrar, kennarar og annað starfsfólk skóla, þurfa allir að geta skilið niðurstöður námsmats á svipaðan hátt. Það er forsenda þess að unnt sé að nýta upplýsingarnar til að bæta nám og kennslu (Aðalnámskrá grunnskóla, 2013).
Skólanámskráin er endurskoðuð árlega.
- Skólanámskrá 1. bekkjar
- Skólanámskrá 2. bekkjar
- Skólanámskrá 3. bekkjar
- Skólanámskrá 4. bekkjar
- Skólanámskrá 5. bekkjar
- Skólanámskrá 6. bekkjar
- Skólanámskrá 7. bekkjar
Innra mat
Markmið með innra mati skólans er að bæta árangur og gæði skólastarfsins en unnið er út frá útgefnum gæðaviðmiðum um
skólastarf, menntastefnu Reykjavíkurborgar, leiðsagnarnám og áherslum skólans.
Allt starfsfólk tekur þátt í innra mati skólans en þróunarteymi leiðir matið, heldur utan um skipulagningu og
framkvæmd þess, rýnir í niðurstöður og setur fram umbótaáætlun. Í teyminu eru skólastjóri, aðstoðarskólastjóri og
fulltrúar kennara yngsta stigs, miðstigs og list- og verkgreina. Teymið fundar að meðaltali tvisvar sinnum í mánuði.
Skólareglur
Skólareglur Borgaskóla
Skólareglur Borgaskóla eru fyrst og fremst jákvæðar leiðbeiningar fyrir nemendur um hvernig á að haga sér í skólasamfélagi. Markmiðið er að skapa jákvætt og hvetjandi námsumhverfi.
Við í Borgaskóla:
● Komum fram af kurteisi og sýnum tillitssemi í samskiptum við alla í skólanum.
● Göngum vel um bæði úti og inni og förum vel með eigur skólans, eigin eigur og annarra.
● Förum úr skóm í anddyri og setjum í skóhillur. Hengjum yfirhafnir á snaga fyrir utan kennslustofur, það er góð regla að setja húfur og vettlinga inn í ermar.
● Erum á skólalóðinni á skólatíma.
● Geymum hjól og hlaupahjól við hjólagrindur á skólatíma. Við notum ekki hjól, hjólabretti, hlaupahjól, línuskauta á skólalóðinni á skólatíma af öryggisástæðum.
● Við göngum um ganga skólans til þess að forðast slys.
● Við leikum okkur ekki með bolta innandyra.
● Við förum eftir umgengnisreglum í matsal
● Snjókast er aðeins leyfilegt á afmörkuðum svæðum á skólalóð, þ.e. einungis austan við íþróttahús.
● Berum sjálf ábyrgð á þeim fjármunum eða verðmætum sem við komum með í skólann. Skólinn tekur ekki ábyrgð á persónulegum munum né fjármunum.
● Höfum slökkt á eigin raftækjum á kennslutíma. Notkun síma, myndavéla eða upptökutækja er óheimil í skólahúsnæðinu, á útisvæði, í skólabíl og í vettvangsferðum.
● Hvers kyns mynda- og hljóðupptökur eru óheimilar í skólahúsnæði Borgaskóla nema með sérstöku leyfi kennara eða skólastjórnenda.
● Líðum ekki andlegt né líkamlegt ofbeldi.
Skóladagatal
Réttindaskóli Unicef
-
Meiri upplýsingar um Réttindaskóla Unicef: https://www.unicef.is/rettindaskoliogfristund
Matur í grunnskólum
Skólamáltíðir eru gjaldfrjálsar veturinn 2025-2026 en mikilvægt er fyrir skólann að hafa áfram yfirsýn, halda utan um upplýsingar um ofnæmi og óþol og takmarka matarsóun. Því þarf eins og áður að skrá nemendur í mataráskrift.
Foreldrar/forsjáraðilar skrá mataráskrift í kerfi Skólamatar og velja þá vikudaga sem börn þeirra vilja borða. Vikudagar sem nemendur velja skulu alltaf vera þeir sömu t.d. allir þriðjudagar og/eða allir fimmtudagar o.s.frv. Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu Skólamatar.
Foreldrasamstarf
Við erum öll í þessu saman, enda er oft sagt að það þurfi heilt þorp til að ala upp barn. Í skólum borgarinnar er markvisst unnið að því að auka samráð við foreldra og styrkja aðkomu þeirra að skólastarfi. Foreldrafélag er starfrækt í öllum skólum Reykjavíkurborgar.
Skólaráð
Við grunnskóla skal starfa skólaráð sem er samráðsvettvangur skólastjóra og skólasamfélags um skólahald. Meginhlutverk skólaráðs að vera vettvangur fyrir alla fulltrúa skólasamfélagsins til að eiga samráð um málefni skólans.
Mat á skólastarfi
Markmið mats og eftirlits með gæðum starfsins er m.a. að veita upplýsingar um skólastarfið, árangur þess og þróun.
Skólahverfi
Í Reykjavík eru mörg skólahverfi og barnið þitt hefur forgang í sinn hverfisskóla. Engu að síður eiga allir foreldrar kost á að sækja um skóla fyrir börn sín hvar sem er í borginni samkvæmt reglum um skólahverfi, umsókn og innritun. Borgaskóli er hverfisskóli fyrir íbúa í eftirtöldum götum: Álfaborgir, Breiðavík, Dísaborgir, Dofraborgir, Dvergaborgir, Gautavík, Goðaborgir, Hamravík, Hulduborgir, Jötnaborgir, Ljósavík, Móavegur, Tröllaborgir, Vættaborgir og Æsuborgir.