Svakalega lestrarkeppnin

Lestrarkeppnin 15 sept. - 15. okt.

Svakalega lestrarkeppnin!

Borgaskóli er þátttakandi í Svakalegu lestrarkeppninni sem fram fer 15. september-15. október. Hefðbundinn heimalestur verður lagður til hliðar og verður keppt við aðra skóla á Íslandi um hver les eða hlustar í flestar mínútur á þessum fjórum vikum. Hlutverk foreldra er að skrá niður mínútufjölda nemenda á hverjum degi á skráningarblað sem nemendur fá afhent. Þetta er mikilvægt samstarfsverkefni heimilis og skóla og við ætlum að ná framúrskarandi árangri í þessari keppni, líkt og í öðrum keppnum. Lesum og/eða hlustum á hverjum degi.
Nánari upplýsingar um keppnina er að finna hér: https://veita.listfyriralla.is/title/lestrarkeppnin-2025/

Áfram Borgaskóli!